145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[18:37]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg):

Hæstv. forseti. Ég vil standa vörð um Ríkisútvarpið og skil ekki illviljann sem ríkir í garð þeirrar stofnunar. Mér finnst hann vera ósiðlegur. Sú ákvörðun sem er tekin núna mun að öllum líkindum hafa í för með sér að í næstu viku eða á næstu dögum verður hafist handa um uppsagnir hjá Ríkisútvarpinu og að dregið verði saman í allri starfsemi. Ég ætla að biðja hv. þingmenn að hafa það hugfast við þessa atkvæðagreiðslu. Ég segi já.