145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[18:41]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg):

Herra forseti. Ég styð ráðherra sem hefur komið fram með þá hugmynd að hafa útvarpsgjaldið óbreytt og vonast til þess í sjálfu sér að hann styðji frumvarpið því að það passar kannski við málflutning hans fram til þessa. Ég hef miklar áhyggjur af hinum dreifðu byggðum ef Ríkisútvarpið verður ekki með svipuðum hætti og verið hefur, þ.e. að geta byggt upp. Það er stefna núverandi útvarpsstjóra að byggja upp á landsbyggðinni. Hann vill stefna að auknu, innlendu barnaefni og ég vek athygli á því að allir tónlistarmenn sem það vilja fá tækifæri á RÚV sem þeir fá ekki annars staðar eða hafa ekki fengið fram til þessa. Það hafa þeir margir hverjir sagt sem hafa byrjað sinn tónlistarferil, náttúrlega óþekktir, en fengið tækifæri sem kom þeim á framfæri.

Ég trúi því ekki að ríkisstjórnin og þingmenn hennar ætli ekki að standa með Ríkisútvarpi allra landsmanna. Ég segi já.