145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[18:58]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg):

Forseti. Hér gafst og gefst þingheimi í raun sérkennilegt tækifæri varðandi breytingartillögu sem stjórnarandstaðan leggur fram, að taka afstöðu til frumvarps sem menntamálaráðherra kemur ekki út úr ríkisstjórn. Nú ber svo við að það er ekki nokkur maður í stjórnarflokkunum sem styður frumvarpið sem lokað er inni í ríkisstjórn og ekki heldur ráðherrann sjálfur. Þá er nú komið að sögulegum þáttaskilum í þessari umræðu hér þegar ráðherrann nýtur ekki einu sinni eigin stuðnings. Hann hefur haft þann málflutning uppi um mánaða- og missiraskeið að mikilvægt sé að útvarpsgjaldið verði ekki lækkað, en nú bregður svo við að trúmennskan við hina vondu ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er meiri en hans eigin sannfæring um mikilvægi þess að standa með Ríkisútvarpinu.

Þetta eru stórkostlega furðulegir tímar, verð ég að segja, virðulegur forseti. Ég segi já.