145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[19:04]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Herra forseti. Tryggingagjaldið er launaskattur. Þegar atvinnuleysi minnkar er eðlilegt að tryggingagjaldið lækki. Verið hafa miklar umræður um tryggingagjaldið og það hefur líka verið til umræðu varðandi gerð kjarasamninga. Atvinnurekendur hafa lagt áherslu á að tryggingagjaldið lækkaði. Við endurskoðun kjarasamninga í febrúar getur það haft mikil áhrif á framlengingu kjarasamninga ef tryggingagjaldið lækkar ekki. Ríkisstjórnin hefur lækkað það sáralítið. Inni í tryggingagjaldinu er líka Fæðingarorlofssjóður, eins og nefnt hefur verið, sem hefur verið skertur af hálfu þessarar ríkisstjórnar. Það dregur úr því að fyrirtæki geti ráðið til sín fólk ef tryggingagjaldinu er haldið svona háu. Það er bara mjög slæmt. Það dregur líka úr getu fyrirtækja til að greiða þær launahækkanir sem eru núna. (Forseti hringir.) Vinnumarkaðsmálin gætu verið í uppnámi á næsta ári.