145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[19:18]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg):

Hæstv. forseti. Mér þætti mjög miður ef þessi tillaga yrði felld. Það er samdóma álit fulltrúa í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins að þetta væri til góðs og stuðlaði að því að embætti umboðsmanns gæti sinnt svokölluðum frumkvæðismálum, eins og hv. þm. Valgerður Bjarnadóttir gerði grein fyrir í atkvæðaskýringu sinni. Fari svo að þessi tillaga verði felld leyfi ég mér að beina því til fjárlaganefndar að taka þetta mál til endurskoðunar þegar þar að kemur og fyrir atkvæðagreiðslu við 3. umr.