145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[19:20]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Það er afar brýnt að umboðsmaður Alþingis geti haldið áfram og sett meiri kraft í frumkvæðisrannsóknir. Ef ekki er aukið í fjárframlög til umboðsmanns Alþingis til þess að hann geti stundað frumkvæðisrannsóknir er embættið verulega veikt. Það hefur sýnt sig að það er mjög brýnt að umboðsmaður Alþingis geti sinnt þessum mikilvæga hluta starfsemi embættisins. Ég vil skora á alla þingmenn. Ég er viss um að það sé einhver möguleiki á að skoða þetta betur á milli 2. og 3. umr. Ég vil skora á þingheim að skoða þetta mjög vel í fjárlaganefnd áður en við afgreiðum endanlega fjárlög hér á þingi.