145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[19:27]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg):

Herra forseti. Það lítur út fyrir að stjórnarmeirihlutinn sé að fella tillögu um að endurvekja þingsályktunartillöguna um græna hagkerfið sem var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á síðasta kjörtímabili. Það kemur mér verulega á óvart eftir að ríkisstjórnin kynnti markmið sín fyrir loftslagsráðstefnuna í París, markmið sem verða að snúast um að við innleiðum hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar í allt sem við gerum, í samfélagslegri uppbyggingu og atvinnuuppbyggingu, það er það sem græna hagkerfið snerist um, að sjá hv. þingmenn stjórnarmeirihlutans fella þessa tillögu. Ég vona að það þýði ekki að orðum þeirra í París fylgi ekki hugur. Það væri alvarlegt mál.