145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[19:34]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (Bf):

Virðulegur forseti. Ég vil segja það ríkisstjórninni til hróss og tekna að framlög hafa verið hækkuð í Tækniþróunarsjóð og í Rannsóknasjóð. Það virðist því vera vottur af skilningi á því, eins og segir í stjórnarsáttmálanum, að það þurfi að fjárfesta í nýsköpun, menntun og rannsóknastarfsemi. Hér er lögð fram hófleg tillaga, allar eru þær hóflegar, algerlega í þessum anda. Það var samþykkt að fara í framtíðarstefnumörkun um eflingu rannsókna á háskólastiginu. Það er skynsamlegt. Það er góð fjárfesting. Það er alveg ótrúlegt að verða vitni að því hvernig ríkisstjórnin hefur algerlega dregið lappirnar gagnvart þessari samþykkt þegar Aldarafmælissjóður Háskóla Íslands var stofnaður og ekki farið í þessa stefnumörkun. Hér erum við að reyna að hafa frumkvæði, setja pening í þetta verkefni. Þetta mun borga sig og ég held að þingmenn stjórnarmeirihlutans viti það alveg. En þeir þurfa að greiða atkvæði með sannfæringu sinni.