145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[19:37]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Hér höfðu þingmenn einstakt tækifæri til að hætta að taka þátt í mismunun á því hverjir eiga kost á að sækja framhaldsskólanám. Því miður ætlar þessi ríkisstjórn að halda áfram að brjóta mannréttindi, vil ég kalla það, á fólki hérlendis. Mér finnst sorglegt, almennt séð, í fjárlagagerð og við framkvæmd fjárlaga að ekki sé hlustað. Það hefur verið mikið gagnrýnt, ekki bara í þingheimi heldur úti í samfélaginu. Mér finnst sorglegt að við hlustum ekki á ábendingar um að sú mismunun sem hér er þjóni ekki neinum hagsmunum heldur muni koma í bakið á samfélaginu á einn eða annan hátt ef fólki er ekki gert kleift að sækja rétt sinn til menntunar.