145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[19:41]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Hér er hreyft við afar mikilvægu máli sem varðar bætta möguleika innflytjenda til að verða virkir þátttakendur í íslensku samfélagi, taka þátt í því og hafa fullt aðgengi að því. Menning, listir, daglegt líf, fjölmiðlar og svo framvegis eru í raun og veru allt meira og minna á íslensku. Ef innflytjendur eiga að geta verið fullgildir þátttakendur þurfa þeir að ná góðu valdi á íslenskri tungu. Þetta er eitthvað sem er mjög ljóst í nágrannalöndum okkar að þarf að styrkja umtalsvert. Við höfum ekki gert nógu vel í þessum málaflokki og þurfum að gera betur.

Þessi tillaga er gerð í því skyni að bæta íslenskukennslu fyrir innflytjendur til þess að auka möguleika þeirra á virkri þátttöku í samfélaginu. Ég segi já.