145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[19:45]
Horfa

Silja Dögg Gunnarsdóttir (F):

Virðulegi forseti. Mig langaði til að koma hér upp í tilefni þess að við erum að greiða atkvæði um töluliði 26 og 27. Ég fagna því sérstaklega að aukið fjármagn sé sett í framhaldsfræðslu á Austurlandi, Suðurlandi og Suðurnesjum. Það munar um þessa 43 millj. kr. viðbót. Það er afar verðmætt starf sem er unnið á þessum stöðum fyrir samfélögin og mjög jákvætt að styrkja það þar sem um er að ræða fjölbreytt nám fyrir fólk á öllum aldri á þessum svæðum.