145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[19:49]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (F):

Hæstv. forseti. Hér í lið 31 er innifalin 10 millj. kr. tímabundin fjárheimild til Tónlistarsafns Íslands í Kópavogi svo að tóm gefist á næsta ári til þess að ríki og Kópavogsbær komi sér saman um hvernig þetta góða safn verður starfrækt til frambúðar. Ég gleðst yfir þessari tillögu og er handviss um að hæstv. menntamálaráðherra og forráðamenn Kópavogsbæjar geti komið sér saman á næsta ári um hvernig þau verðmæti sem gætt er í þessu safni verða varðveitt til framtíðar. Ég segi já.