145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[19:54]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Illugi Gunnarsson) (S):

Virðulegi forseti. Það er hárrétt að hér er um að ræða mikilvægt verkefni. Það vinnulag sem við höfum hugsað okkur að leggja upp með er að ná samstöðu við atvinnulífið um að koma að fjármögnun verkefnisins á næstu árum. Fram undan er þá sú vinna sem verður fjármögnuð að undirbyggja tillögugerðina, gera verkáætlun og kostnaðargreina þessa þætti. Við gefum okkur einhverja mánuði í það og síðan liggur fyrir hvaða fjármunum við þurfum að verja til verksins í framhaldinu. Þessi vinna verður unnin og það verður samstarf á milli ríkisins og atvinnulífsins sem undirstrikar mikilvægi þessa máls og um það getur allur þingheimur verið sammála.