145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[19:56]
Horfa

Silja Dögg Gunnarsdóttir (F):

Virðulegi forseti. Við greiðum nú atkvæði um þróunarmál og alþjóðlega hjálparstarfsemi og ég vil fagna því sérstaklega að framlag til þess málaflokks eykst um 531 milljón. Inni í því er 13 millj. kr. aukning til Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Íslendingar hafa verið þátttakendur í því verkefni um árabil með góðum árangri. Þar höfum við getað deilt af viskubrunni okkar í ýmsum málaflokkum sem er vel. 500 milljónir koma til viðbótar í mannúðarmál og neyðaraðstoð, en því miður ríkir neyð víða í heiminum og við eigum að gera okkar til þess að leggja þar af mörkum. Það erum við að gera hér.