145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[19:58]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Herra forseti. Hér leggur stjórnarandstaðan til að lagðar verði 400 milljónir í sóknaráætlanir. Sóknaráætlanir eru í raun byggðastefna í verki. Þessi ríkisstjórn hefur verið að skera niður sóknaráætlanir frá því að hún tók við í smánarlegar fjárhæðir og núna er lagt til af meiri hlutanum að auka það eitthvað en einungis upp í 208 milljónir, en þegar síðasta ríkisstjórn skildi við þá voru sóknaráætlanir komnar upp í 400 milljónir. Við leggjum til að 400 milljónir verði lagðar í sóknaráætlanir en mikil samstaða þvert á flokka úti um allt land hefur verið um að þetta sé verkfæri sem hefur virkað vel þar sem landshlutasamtökin og heimamenn ráðstafa fjármunum til uppbyggingar fyrir landshlutana.