145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[20:07]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf):

Virðulegi forseti. Það er ótrúlegt vesen sem verið hefur með þennan eina fjárlagalið. Ég skal ekkert segja til um það hvort þetta er nóg eða ekki, en ég ætla rétt að vona að við fáum þennan lið ekki inn á næstu fjáraukalög. Það yrði hreint með ólíkindum. Mér finnst líka rétt að benda á að okkur hefur ekki enn tekist að fara í almennilega tekjuöflun á móti þessum lið. Náttúrupassinn gufaði einhvern veginn upp hér í þinginu og það eru engin önnur áform uppi hjá hæstv. ráðherra. Mér finnst mikilvægt að þessi atvinnugrein leggi sitt til. Við þurfum að horfa til framtíðar, byggja upp þessa innviði, það kostar og það er eðlilegt að þeir sem nota sér þá innviði og þá uppbyggingu sem þarf að eiga sér stað greiði fyrir það.