145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[20:12]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg):

Herra forseti. Hér kristallast árangur ríkisstjórnarinnar í ferðamálum sem er annars vegar sá að hafa ekki náð samkomulagi um eðlilega gjaldheimtu af ferðaþjónustunni, og við erum að nálgast árið 2016, og hins vegar að stofna nýja nefnd til hliðar við allar hinar nefndirnar sem eiga að annast stefnumótun í ferðaþjónustu. Mér finnst þetta eftirtektarverður árangur hjá ríkisstjórninni þegar kemur að stefnumótun í ferðaþjónustu.