145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[20:22]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Hæstv. forseti. Þó svo að Ísland sé í fyrsta sæti World Economic Forum um kynjajafnrétti þá búum við ekki við kynjajafnrétti á Íslandi. Tvær helstu birtingarmyndir þess eru kynbundinn launamunur og kynbundið ofbeldi. Hér leggur minni hluti fjárlaganefndar til að 200 millj. kr. verði lagðar til ríkislögreglustjóra og lögregluembættanna til þess að vinna sérstaklega í viðbrögðum við heimilisofbeldi, rannsóknum á heimilisofbeldi og sérstöku átaki með félagsþjónustu sveitarfélaga í því að styðja við þolendur þessa ofbeldis og þá sérstaklega og ekki síður börnin. Ég hvet alla þá sem láta sig varða baráttu fyrir betra samfélagi, samfélagi þar sem jafnrétti ríkir og fólk nýtur frelsis frá ofbeldi, til að styðja þessar tillögur okkar í minni hlutanum.