145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[20:32]
Horfa

Silja Dögg Gunnarsdóttir (F):

Virðulegi forseti. Við greiðum nú atkvæði um eflingu almennrar löggæslu og tillaga meiri hlutans er að bæta 400 millj. kr. við. Ég styð það heils hugar. Mér þykir framtakið gott. Auðvitað vill maður alltaf sjá meira. Í síðustu fjárlögum bætti þessi ríkisstjórn 500 milljónum við málaflokkinn. Við viljum því gera gott betur. Í nefndaráliti meiri hlutans kemur fram að þessari upphæð sé ætlað að tryggja viðunandi þjónustu og öryggisstig um land allt. Það verður metið eftir svæðum. Þetta er hið besta mál.

Hv. þm. Oddný Harðardóttir hefur áhyggjur af því að þetta sé ekki nóg en þetta er dágott. Ég held að þetta fari langleiðina.