145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[20:33]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Virðulegur forseti. Ég ætla að fagna því sem nú er sett í aukna löggæslu á sama hátt og ég ætla að fagna þeim liðum sem hér á undan hafa verið samþykktir með miklum meiri hluta og tengjast lögregluembættum á landinu.

Virðulegi forseti. Ég hafna þeirri atkvæðaskýringu margra stjórnarandstæðinga að samasemmerki sé á milli þess að fella tillögur þeirra í yfirboðum og að maður sé á móti átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Það er fáránleg atkvæðaskýring.