145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[20:37]
Horfa

Óttarr Proppé (Bf):

Virðulegur forseti. Mér sýnist að þessi breytingartillaga hljóti ekkert sérstakar vinsældir hjá þingmönnum en mig langar til að reyna að telja mönnum hughvarf. Ástæðan fyrir því að þessi liður er kannski frekar illskiljanlegur er hvernig fjárlögin eru upp sett. Sérstaklega þegar kemur að málefnum innflytjenda og útlendinga eru margir hlutir felldir undir sömu liði. Hér er verið að gera tillögu, og allt saman tekið, vegna þess að þetta fellur undir sama lið, um að styrkja móttöku flóttafólks og þá ekki síst til að geta stutt við sveitarfélögin sem stýra þeirri vinnu; um að auka framlag til kvótaflóttamanna, til viðbótar við þá aukningu sem stjórnarmeirihlutinn leggur til og ekki síður sem framlag til annarrar uppbyggingar í þjónustu fyrir innflytjendur, þ.e. þróunarsjóð og aðgerðaáætlun í málaflokknum. Þar sem uppsetningin í fjárlögum er ekki skýrari en þetta þá er þetta allt saman í einum graut.