145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[20:41]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Atkvæðaskýringu mína má að stórum hluta til finna í orðum þeirra þingmanna sem hafa tjáð sig hér á undan mér.

Mér finnst mjög mikilvægt að ítreka að þeirri vinnu sem hefur átt sér stað í þverpólitískri nefnd um gerð nýrra laga um málefni útlendinga þurfa að fylgja efndir og peningar svo að hægt sé að framkvæma þau lög.

Mér finnst mjög mikilvægt að það hafi komið skýrt fram að mjög margir Íslendingar vilja hjálpa til þegar kemur að því að aðstoða fólk sem sækir sér skjól á Íslandi. Við verðum líka að sýna það í verki. Það er ekki nóg að segjast bara ætla að gera það. Við verðum að gera það þannig að það virki.