145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[20:44]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Fangelsismálin á Íslandi eru ekki í góðum málum. Þau eru í mjög vondum málum.

Tillaga upp á 80 millj. kr. aukningu á fjárútlátum til Fangelsismálastofnunar ríkisins er lágmark til að geta yfir höfuð staðið að fangelsismálakerfinu, að mínu mati.

Það er hérna önnur breytingartillaga upp á 45 millj. kr. frá hv. meiri hluta sem er meira en 0 kr. en þó hvergi nálægt því að vera nóg.

Ég greiði að sjálfsögðu atkvæði með tillögunni.