145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[21:02]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F):

Virðulegi forseti. Ég tek undir með hv. þm. Lilju Rafneyju Magnúsdóttur þegar hún segir að það séu sáralitlir fjármunir sem fari í þetta, 600 milljónir í Hafnabótasjóð eru of lítið þegar Vegagerðin áætlar að á komandi árum þurfi 1 milljarð frá ríkinu til að koma til móts við hafnir þar sem mikil þörf er á endurnýjun.

Varðandi það hvort mest fari til Grindavíkur, þær aðdróttanir, þá get ég upplýst þingheim um það að af þeim 600 milljónum fara um 100 milljónir til Grindavíkur, 100 milljónir í Þorlákshöfn, 100 milljónir á Rifshöfn og 80 milljónir á Siglufjörð, svo því sé nú haldið til haga (Gripið fram í.) — já, af því að ekki var gert ráð fyrir framlagi til Grindavíkur fyrr en árinu á eftir. Við tökum það fram í nefndarálitinu (Forseti hringir.) að við erum að flýta þeim framkvæmdum sem voru og eru á þeirri (Forseti hringir.) fjögurra ára samgönguáætlun sem reyndar var ekki afgreidd hér.