145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[21:08]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Það er ekki bara vel í lagt, það er heldur betur vel í lagt í þessum málaflokki, málaflokki sem var engan veginn á stefnuskrá fyrrverandi ríkisstjórnarflokka eða stjórnarandstöðunnar í heild sinni. (Gripið fram í.)

Hv. þm. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir á heiður skilinn fyrir að styðja þetta góða mál en skömmin sé ykkar í stjórnarandstöðunni (Gripið fram í: Nú?) sem styðjið ekki þá ljósleiðaravæðingu sem mun gjörbylta búsetuskilyrðum um land allt. Skömmin sé ykkar.