145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[21:13]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg):

Hæstv. forseti. Við greiðum nú atkvæði um að bæta kjör öryrkja og lífeyrisþega. Það er meðal annars út af þessum breytingartillögum sem við höfum staðið hér og talað vegna þess að við hér inni erum þau sem ákveðum kjör öryrkja og það er meðal annars í þessari atkvæðagreiðslu sem við gerum það því að bætur almannatrygginga eru settar saman úr allmörgum og ólíkum liðum. Þótt þessi breytingartillaga snúist um heimilisuppbót og sérstakar uppbætur er hún liður í því að bæta kjör öryrkja. Að sjálfsögðu styð ég tillöguna og þykir grætilegt að sjá að ekki sé meiri hluti fyrir henni hér.