145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[21:14]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Það að við tryggjum þeim ekki líf með reisn sem hafa það verst og geta í raun og veru ekki fengið björg í bú nema með aðstoð okkar hinna er skammarblettur á því samfélagi sem við búum í.

Mér finnst mjög dapurlegt að núna þegar ríkisstjórnin segir ítrekað að við lifum á miklum góðæristímum getum við ekki tryggt það að þeir sem þurfa hvað mest á okkar stuðningi að halda geti fengið að lifa með reisn.