145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[21:21]
Horfa

Ásmundur Friðriksson (S):

Virðulegi forseti. Ég hef í umræðu í þinginu lýst yfir þeirri skoðun minni að kjör elli- og örorkulífeyrisþega þurfi að bæta. Það er stóra verkefnið fram undan. Ég get því ekki greitt atkvæði gegn þessari tillögu.

Sanngjörn krafa um afturvirkar bætur næst ekki fram en ég hef fullvissað mig um að ríkur vilji sé til að bæta kjör þessa hóps. Það höfum við reyndar ríkulega gert. Sá vilji er mikilvægur og ég treysti stöðu okkar í meiri hlutanum til frekari sóknar í kjarabaráttu fyrir þessa hópa. Markmiðið um 300 þús. kr. lágmarkslaun árið 2018 er í augsýn. Með þá hagsmuni að leiðarljósi sit ég því hjá við þessa atkvæðagreiðslu.