145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[21:25]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Herra forseti. Hér er verið að ræða um afar viðkvæman málaflokk. Við eigum að vera stolt af því að okkur hefur tekist að byggja upp efnahagslíf landsins með þeim hætti að við höfum á undanförnum árum verulega getað bætt í þessi mál og við gerum það til samræmis við þær launabreytingar sem eru í landinu, enda eru fullyrðingar um annað hér í þingsal beinlínis á skjön við lagabókstafinn sem segir skýrum stöfum að launaþróun eigi að vera grundvöllur fyrir breytingar á bótum almannatrygginga. Það er að sjálfsögðu tryggt með 9,7% hækkun bótanna.

Við eigum áfram að reyna að gera betur á þessu sviði. Einn grundvöllur þess að við getum gert það er að við höldum áfram verðmætasköpun. En það er athyglisvert að þeir sem mest tala fyrir því að hér sé bætt enn frekar í eru þeir hinir sömu og oftast tala gegn þeim verkefnum sem við ættum að setja á oddinn til að auka verðmætasköpun í landinu, (SSv: Stóriðju?) (Gripið fram í.)til dæmis að nýta sjálfbæra orku í landinu svo dæmi sé tekið, já. Ég segi nei.