145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[21:34]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg):

Herra forseti. Hér greiðum við atkvæði um kjör viðkvæmustu hópa samfélagsins. Innan þessara hópa eru stórir hópar með mjög lágar tekjur. Sú mynd sem stjórnarflokkarnir hafa dregið upp af prósentuhækkunum segir bara hluta sögunnar því að prósenturnar vega ekki þungt þegar grunnurinn er 180 þús. kr. Það lifir enginn af þeim ráðstöfunartekjum. Það eru kjarabætur til þessara hópa sem hv. þingmenn stjórnarmeirihlutans eru hér að segja nei við. Ég segi já við þessari tillögu því að mér finnst mjög mikilvægt að samfélagið forgangsraði viðkvæmustu hópunum í samfélaginu.