145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[21:40]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Ég ætla að fara hér með beinharðar tölur til að segja hvað hæstv. ríkisstjórn og þeir hv. þingmenn sem hana styðja eru að gera. Á árinu 2015 hafa lífeyrisgreiðslur til einstaklings sem býr einn verið 225.070 kr. en frá 1. maí 2015 eru lægstu laun hjá VR og Flóabandalaginu 255 þús. kr. Þarna munar 30 þús. kr. frá 1. maí. (Gripið fram í: En í janúar 2016?) — Í janúar 2016 eru lífeyrisgreiðslurnar 246.902 samkvæmt upplýsingum frá velferðarráðuneytinu en lægstu laun frá 1. maí hjá VR og Flóabandalaginu eru 270 þús. kr. Þeir sem halda því fram að 25 þús. kr. munur sé ekki neitt og skipti ekki máli og fólk sé jafn sett skilja ekki (Forseti hringir.) hvað það er að búa við fátækt og kröpp kjör. (Gripið fram í: Heyr, heyr!)