145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[21:44]
Horfa

Páll Valur Björnsson (Bf):

Hæstv. forseti. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir, með leyfi forseta:

„Samfélag er samvinnuverkefni þar sem öll störf skipta máli og haldast í hendur. Mikilvægt er að hlúð sé að þeim sem þurfa á aðstoð að halda og jafnframt að fólk fái notið árangurs erfiðis síns og hugkvæmni. Aldraðir skulu njóta öryggis og velferðar og öllum skal tryggð hlutdeild í þeirri verðmætasköpun sem Ísland og íslenska þjóðin getur af sér […] Unnið verður að því að tryggja jafnrétti allra landsmanna, óháð einstaklingsbundnum þáttum og stöðu að öðru leyti, svo sem vegna búsetu, og að rækta með þjóðinni þær dyggðir sem best tryggja farsæld og jafnræði.“

Þessi tillaga mun ekki gera það. Hún mun ekki tryggja farsæld og jafnræði allra vegna þess að sumir standa svo skelfilega illa að þetta mun ekki breyta svo miklu fyrir þá. Þeir standa svo hörmulega illa. Það er stór hópur. Það þýðir ekki að benda á einhverja tölur. Það er bara staðreynd að það er stór hópur sem nánast sveltur á Íslandi, það er staðreynd. Ég styð þessa tillögu vegna þess að hún er gott skref í þá átt að tryggja farsæld og jafnrétti í þessu landi. Ég segi já.