145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[21:45]
Horfa

Róbert Marshall (Bf):

Virðulegur forseti. Það er sorglegt að við skulum vera að afgreiða þessi mál í svona miklum ágreiningi. Framlagið af hálfu ríkisins til þeirra sem minnst mega sín í samfélaginu — að ekki skuli vera hægt að komast að samkomulagi um þetta þannig að sómi sé að.

Hann er eftirtektarverður, sá taugatitringur sem er í salnum og hér í hliðarherbergjum út af þessu máli, og bendir til þess að menn séu ekki beinlínis með mjög góða samvisku þegar kemur að þessu. Það er líka eftirtektarvert að stjórnarþingmenn skuli koma hingað upp og derra sig mjög yfir því að hinir og þessir styðji ekki framlög til uppbyggingar í netmálum en taka síðan þátt í svona gjörningi.

Það var ömurlegt að standa í þeim niðurskurði sem þurfti að fara í á síðasta kjörtímabili, átakanlegt alveg hreint. En nú hafa fimm hagvaxtarár verið á Íslandi, mjög jákvæð ár, það eru allt aðrar aðstæður. Við eigum fyrir þessu og eigum að gera þetta. Þingmaðurinn segir já.