145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[21:53]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Framganga fyrrum stjórnarflokkanna hér í þessari atkvæðagreiðslu sýnir fyrst og fremst slæma samvisku. Þvílíkt uppnám birtist hér í máli hv. þm. Svandísar Svavarsdóttur, það skýrir slæma samvisku hvernig þeir flokkar fóru með þessa tvo hópa á síðasta kjörtímabili. (Gripið fram í.) Þeir ruddust meira að segja inn í grunnbætur almannatrygginga sem er heilagur réttur hvers einstaklings. Nei, þetta er fólkið sem gerði það. Svo skulu þeir flokkar sem standa að þessari tillögu hér nú, flokkarnir sem standa að stjórnun Reykjavíkurborgar — vitið þið hvað? Það er verið að taka matinn af gamla fólkinu. Það er ekki verið að byggja hjúkrunarheimili. Það er ekki verið að byggja leiguhúsnæði. (Gripið fram í.) (Forseti hringir.) Það er ekki verið að byggja leiguhúsnæði. Þessir (Gripið fram í.) málaflokkar … (Gripið fram í.) (Gripið fram í: Hvar eru húsnæðismálafrumvörp ríkisstjórnarinnar?) (Forseti hringir.)

(Forseti (EKG): Hv. þm. Vigdís Hauksdóttir hefur hér orðið.)

Þessir málaflokkar eru á vegum sveitarfélaganna með stuðningi (Forseti hringir.) ríkisins. Það er ekkert verið að gera fyrir þessa hópa á vegum borgarinnar og (Forseti hringir.) við vitum hverjir stjórna borginni. (Gripið fram í.) (Forseti hringir.) Þegar loksins er verið að koma til móts við þessa hópa, færa þeim lífskjörin að fullu samkvæmt 69. gr. þá æpa þessir fyrrum stjórnarherrar hér og fara með fleipur og hálfsannleik.