145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[22:00]
Horfa

félags- og húsnæðismálaráðherra (Eygló Harðardóttir) (F):

Virðulegi forseti. Þó að ég geti ekki stutt þessa tillögu vil ég þakka þann góða hug sem er að baki henni um að efla starfsemi Fjölmenningarsetursins. Eins og fram kemur höfum við verið að bæta verulega í það sem snýr að móttöku á kvótaflóttamönnum og þjónustu við þá. Við höfum þá verið að huga að því hvernig Fjölmenningarsetrið getur stutt sérstaklega við sveitarfélögin varðandi móttökuna þannig að þó að ekki liggi fyrir endanleg niðurstaða hvað það varðar höfum við verið að skoða möguleikana á því að auka starfsemi Fjölmenningarsetursins þannig að það geti stutt betur við sveitarfélögin og vonandi mun það skýrast á næstunni hvernig það getur verið. En ég tel ekki ástæðu til að styðja þessa tillögu.