145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[22:14]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Ég segi að sjálfsögðu já við eigin tillögu, þ.e. tillögu minni hlutans. Mér finnst ótrúlega dapurlegt, eins og ég sagði áðan þegar ég fjallaði um aðra atkvæðagreiðslu, því að nú erum við á góðæristímum, það hefur komið fram og ríkisstjórnin er mjög stolt að leiða þannig fjárlagavinnu, en það er ekki brugðist við neyðarástandi, hvorki hjá þeim sem búa við kröpp kjör né þeim sem sinna okkar sjúka og veika fólki. Ástandið er svo slæmt að húsnæðið sem sjúkir fara í gerir fólk jafnvel sjúkara og þá sem eiga að lækna það.

Mér er fyrirmunað að skilja hvernig þingmenn geta samvisku sinnar vegna látið heilbrigðiskerfið brenna og molna að innan. Það hlýtur bara að vera ein ástæða, þessi ríkisstjórn vill einkavæða allt heilbrigðiskerfið.