145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[22:35]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Þjóðin er að eldast og það fjölgar í hópi eldri borgara og það er gleðilegt. Í blússandi góðærinu er það forgangsverkefni hæstv. ríkisstjórnar að lækka tekjuskatta á þá sem vel eru aflögufærir. Lækkun tekjuskatta á árinu 2016 kostar ríkissjóð 5,5 milljarða kr. Að mæta fjölgun sjúklinga á Landspítalanum kostar rétt um milljarð. Það er forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar að lækka tekjuskatta á þá sem vel standa undir þeim en gerir þá kröfu á Landspítalann að skera niður um milljarð vegna þess að við höfum ekki efni á því, þessi ríka þjóð í blússandi góðæri, að gera ráð fyrir fjölgun í hópi eldri borgara (Forseti hringir.) sem þurfa að nýta sér þjónustu Landspítalans. Ég segi já.