145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[22:43]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F):

Hæstv. forseti. Ég lýsi ánægju minni yfir því að á þessum lið sé rúmur 1,1 milljarður inn í sjúkrahús óskipt. Þarna er verið að gera tillögu um 840 millj. kr. fjárheimild næstu þrjú ár vegna átaks til að stytta biðlista eftir augasteinsaðgerðum, gerviliðaaðgerðum á hné, gerviliðaaðgerðum á mjöðm og kransæðaþræðingum. Auk þess er verið að gera tillögu um 280 millj. kr. tímabundna fjárheimild til að mæta kostnaði við rannsóknarverkefni í lyfjameðferð gegn lifrarbólgu C. Átakið mun vara í þrjú ár og hefur ríkisstjórnin samþykkt að leggja til að veittar verði 280 millj. kr. vegna áranna 2015 og 2016 og 150 millj. kr. vegna ársins 2017 til að greiða fyrir þann kostnað sem fellur á innlenda aðila, sem orsakast af blóðrannsóknum, skýrslugerð og annarri þjónustu sem tengist meðferð sjúklinga. Þetta er vel gert og fagna ég þessu. Ég segi já.