145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[22:45]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Eins og margoft hefur komið fram eru heilbrigðismálin í algerum forgangi hjá ríkisstjórninni. Það er ánægjulegt að stjórnarandstaðan skuli greiða atkvæði með þessum tillögum sem eru þjóðþrifamál. Þessar tillögur ganga út á að létta af álaginu á Landspítalanum eins og hv. þm. Elsa Lára Arnardóttir fór yfir. Hér innan borðs er jafnframt hinn stórkostlegi samningur sem landað var í haust um að útrýma lifrarbólgu C á Íslandi sem sparar ríkinu ómældar fjárhæðir, að ekki sé talað um lífsgæðin sem skapast hjá því fólki sem hefur þennan sjúkdóm.

Það er ánægjulegt að myndast hafi sátt um eina tillögu og að sú tillaga skuli einmitt hafa snúið að heilbrigðismálum.