145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[22:49]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Eins og fram kemur greiðum við hér atkvæði um breytingartillögu sem snýst um að styðja sveitarfélögin við innflytjendaráð og móttöku flóttamanna. Um er að ræða tillögu sem við ættum að vera sammála um. Hún er þeirrar gerðar og lýtur að því að við föngum það mikilvæga verkefni með sóma að taka við fleiri hælisleitendum og flóttamönnum sem eru í erfiðleikum á sínum heimaslóðum en ekki síður til að rækta meiri mennsku og meiri vitund um mikilvægi skilnings og mannúðar í okkar góða samfélagi. Ég hefði vænst þess að sjá meiri stuðning við þessa tillögu, ég segi já.