145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[22:54]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Hæstv. forseti. Í haust lagði hæstv. heilbrigðisráðherra fram heilbrigðisáætlun, aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára. Þessari áætlun hefur verið mjög vel tekið af umsagnaraðilum þó að margir vilji meira, enda sárvantar fé í málaflokkinn. Lögð er fram áætlun um fjárveitingar í þessa áætlun samhliða þingsályktuninni en það vantar fjárveitingu fyrir einn lið hennar sem er einmitt búsetumál geðfatlaðs fólks.

Við leggjum því til að lögð verði til sú fjárhæð sem upp á vantar sem er 33,1 millj. kr. til að styðja og vinna með sveitarfélögunum að því að þeir sem útskrifast af geðdeild Landspítalans og þurfa á sérstökum búsetustuðningi að halda fái hann.