145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[22:59]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg):

Hæstv. forseti. Mig langaði til að byrja á svolítið persónulegum nótum. Mig langaði til að bjóða okkar ágæta en helst til hlédræga hæstv. heilbrigðisráðherra velkominn til þings, (Heilbrrh: Þakka þér innilega fyrir.) meðal annars til að ræða þennan lið sem hv. þm. Oddný Harðardóttir hefur gert ágætlega grein fyrir. Við óskuðum margoft eftir því að fá hæstv. heilbrigðisráðherra til umræðunnar um þetta.

Ráðherrann birtist í sjónvarpi og hvíslaði því að þjóðinni að hann væri tilbúinn að ræða þessi mál á Alþingi, að fjármagn fylgi sjúklingi, ef hugur alþingismanna stæði til þess. Við sýndum okkar hug, hver hann væri og óskuðum eftir því að ráðherra kæmi til fundarins en það gerði hann ekki. Það finnst mér algerlega ótækt. Það er rétt sem hæstv. ráðherra sagði, að það var skorið of mikið niður til heilbrigðismála á síðasta kjörtímabili, (Forseti hringir.) en það er rangt sem hv. þm. Guðlaugur Þór Þórðarson og hv. þm. Jón Gunnarsson staðhæfðu hér, (Gripið fram í.) að hlutfallslega hefði verið skorið meira niður til heilbrigðismála en til annarra þátta.(Forseti hringir.) Ég vil segja að ég fagna einu, ég er ánægður með eitt: Ég er ánægður með að 3. umr. um fjárlagafrumvarpið er enn eftir. (Gripið fram í.)