145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[23:01]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Hæstv. forseti. Um 85% landsmanna vilja að heilbrigðiskerfið sé fyrst og fremst í opinberum rekstri en stjórnarþingmenn í þessum sal eru að styðja hæstv. heilbrigðisráðherra í því að byrja að einkavæða frekar heilsugæsluna (Gripið fram í: Nei.) á höfuðborgarsvæðinu (Forseti hringir.) án þess að um það fari fram umræða á Alþingi. (Gripið fram í: Bull.) (RR: Enga einkavæðingu.) Þeir sem vilja einkavæða íslenska heilbrigðiskerfið eiga að hafa manndóm í sér til að koma og ræða það í þinginu. (Gripið fram í.) Einkavæðing er að eiga sér stað. Það er hægt að gera án þess að koma með málið fyrir Alþingi og hæstv. ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur ekki manndóm í sér til að ræða það við okkur hér í þinginu enda vita þau að þetta er í andstöðu við vilja almennings. (Gripið fram í: Þetta er rangt.)(Gripið fram í: … Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn.)