145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[23:11]
Horfa

félags- og húsnæðismálaráðherra (Eygló Harðardóttir) (F):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Elsu Láru Arnardóttur fyrir það sem hún sagði hér á undan mér. Hún fór í sama lið, nr. 100, sem ég hafði hugsað mér að nefna. Ég vil þá aðeins nefna að fram kom ágætistillaga frá minni hlutanum, nr. 30, varðandi húsnæði og þjónustu fyrir geðfatlað fólk. Ástæðan fyrir því að ég taldi rétt að synja þeirri tillögu er að hugsunin með hinu nýja félagslegu leiguíbúðakerfi er við hugum líka að geðfötluðum einstaklingum í því kerfi, að sjálfsögðu. Það er hluti af því samkomulagi sem við höfum náð við sveitarfélögin um að fatlaðir einstaklingar fari inn í sama kerfi varðandi stuðning og að ekki verði búið til sérstakt kerfi þannig að við vinnum áfram að því að tryggja að ekki sé um aðgreiningu að ræða þegar kemur að fötluðu fólki.