145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[23:34]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Ég vil í fyrsta lagi óska þingheimi og Íslendingum öllum til hamingju með þann árangur sem náðist í París. Ég held að við getum verið stolt af framgöngu Íslendinga. Þar voru margir eftirtektarverðir viðburðir og sýndi og sannaði að Íslendingar eru fremstir meðal þjóða þegar kemur að umhverfismálum.

Ég fagna líka þeirri viðbót sem kemur hér til umhverfismála. Það er verið að bæta í skógræktarmál, landgræðslu [Kliður í þingsal.] og síðast en ekki síst (Forseti hringir.) til náttúrustofanna sem eru mjög mikilvægar víðs vegar um landið. Ég held að við ættum að vera öll stolt yfir þessu og mér þykir leitt að stjórnarandstaðan skuli ekki styðja okkur og vera á græna takkanum vegna þess að þetta er eitthvað sem við eigum að vera sammála um og sammælast um eins og við náðum í náttúruverndarlögunum.