145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[23:45]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Illugi Gunnarsson) (S):

Virðulegi forseti. Ég tel rétt að vekja athygli á að hér er um heimildargrein að ræða, ekki fortakslausa ákvörðun eða skyldu til að selja. Ég er reyndar þeirrar skoðunar að áður en leitað var eftir svona heimild hefði átt að liggja fyrir kostnaðar- og ábatagreining á slíkum flutningum. En ég tel að það sé enginn skaði að þessari grein. Að sjálfsögðu er það svo að varla ráðast menn í slíka aðgerð nema fyrir liggi að hægt sé að fá fyrir lóðina svo hátt verð að það dugi til að byggja nýtt þjóðskjalasafn og flytja þau gögn sem nú eru í Þjóðskjalasafninu í nýtt húsnæði. Þetta er ekkert flókinn reikningur, en hann þarf að liggja fyrir og útkoman úr honum þarf að vera hagstæð fyrir ríkissjóð áður en er gripið til þess að nýta sér þá heimild sem hér er.