145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[23:47]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg):

Herra forseti. Það hefur komið fram í umræðunni að kostnaðargreining á bak við þessa hugmynd liggur ekki einu sinni fyrir. Ég skil það þá svo að hér sé meiri hlutinn að skella inn svona ýmsum hugmyndum, af því að þetta er heimildargrein, án þess að nokkur stefnumótun liggi á bak við það, án þess að kostnaðargreining liggi á bak við það. Ég kann ekki við svona vinnubrögð. Það er stórkostlega mikil framkvæmd að flytja Þjóðskjalasafn Íslands. Ég hef séð frá fyrri árum hugmyndir um nýbyggingar fyrir Þjóðskjalasafn Íslands. Það voru engar smáhugmyndir, herra forseti. Mér finnst það ábyrgðarlaust að skella hér fram hugmyndum á borð við þessa, vanreifuðum, óígrunduðum, og afsaka það með því að það sé í heimildargrein. Mig furðar að sjá hæstv. ráðherra og hv. þingmenn meiri hlutans greiða atkvæði með þessu þrátt fyrir að hafa fært rök fyrir hinu gagnstæða hér rétt áðan. (Gripið fram í.)