145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[23:54]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg):

Hæstv. forseti. Ég vil ítreka áður fram komna andstöðu við sölu ríkisins á Landsbankanum. Við í Vinstri hreyfingunni – grænu framboði erum því mjög eindregið fylgjandi að Landsbankinn eigi að vera í almannaeign og erum þar á einu máli með bæði hv. formanni efnahags- og viðskiptanefndar þingsins, Frosta Sigurjónssyni, og páfanum sem hefur talað fyrir því að við hverfum með hluta bankakerfisins inn í slíkan farveg, sem samfélagseign, samfélagsbanka. Við ítrekum andstöðu okkar við þessi áform ríkisstjórnarinnar. Þau eru óhyggileg af ýmsum ástæðum. Jafnvel þótt menn vildu selja er þetta slæmur tími til slíks. Síðan er það hitt að við eigum yfir höfuð ekki að selja. Við eigum að hafa þessa kjölfestu í fjármálakerfinu í eign almennings.