145. löggjafarþing — 57. fundur,  17. des. 2015.

dagskrá næsta fundar.

[10:20]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Á dagskrá þingsins eftir lengstu fjárlagaumræður sögunnar eru þrjár tegundir af málum; það eru fjárlög og fjárlagatengd mál, það eru kjarasamningsmál, sem húsnæðismálin sannarlega eru, og í þriðja lagi mál sem samkomulag var um að klára á þessu haustþingi. Raunar var samkomulag um að klára tvö mál sem eru hér á dagskrá, annars vegar það mál sem á að koma nú til umræðu og hins vegar opinber fjármál. Það var samkomulag um að klára þau fyrir október. (Gripið fram í.) Það var ekki túlkun stjórnarandstöðunnar að það samkomulag hefði falið það í sér, heldur að þessi mál yrðu kláruð hér á haustþingi. Við vinnslu málsins tókst síðan samkomulag um afgreiðslu þess, að það færi líka á dagskrá eftir 2. umr. fjárlaga, þannig að hv. þm. Árni Páll Árnason er því ekki að brjóta samkomulag einu sinni sem hann hefur gert sjálfur, hann brýtur það ekki tvisvar, (Gripið fram í.) hann brýtur það þrisvar . (KaJúl: … aldrei neitt samkomulag …) (ÁPÁ: … talað við mig.)

Virðulegur forseti. (Forseti hringir.) Það eru þrenns konar mál á dagskrá. Það eru samkomulagsmál, eins og hér gat um, það eru fjárlagatengd mál og það eru kjarasamningsmál, eins og húsnæðismálin sannarlega eru, (Forseti hringir.) og ég trúi því ekki að hv. þm. Árni Páll Árnason ætli að fara að stoppa það (Forseti hringir.) að þessar þrjár tegundir af málum komist hér í afgreiðslu fyrir 1. janúar.