145. löggjafarþing — 57. fundur,  17. des. 2015.

dagskrá næsta fundar.

[10:26]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Framsóknarflokkurinn þarf ekki að reisa áburðarverksmiðju meðan hann hefur á að skipa keppinautunum Ásmundi Einari og Gunnari Braga Sveinssyni. Um samkomulög er það að segja að það er út af fyrir sig rétt að hér var samið um að þetta mál kæmi á dagskrá eftir 2. umr. fjárlaga. (Gripið fram í.) En eins og ég hef ítrekað sagt var aldrei samið um að það kæmi á dagskrá strax á eftir. [Hlátur í þingsal.] Það er ákvörðun stjórnarmeirihlutans. [Hlátur í þingsal.] Þetta samkomulag gerðu (Forseti hringir.) þrír þingmenn. (Forseti hringir.) Það eru þingmennirnir ég, Svandís Svavarsdóttir og Hanna Birna Kristjánsdóttir. Ég hygg að meiri hluti þeirra sem viðstaddir voru þá samkomulagsgerð séu sammála um það sem ég hér segi. [Kliður í þingsal.] Hitt hlýtur að vekja athygli okkar allra að menn vilji ekki hafa þau forgangsmál sem þeir sjálfir segja að séu hér á dagskrá fundarins, húsnæðismálin í landinu, en það er (Forseti hringir.) þeirra val. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)